Sveitir GA

Íslandsmót golfklúbba fer fram 24-26 júlí og er GA með sveitir í 1.deild bæði í karla- og kvennaflokki. Stelpurnar leika á heimavelli og hvetjum við GA félaga og aðra áhugasama til að fjölmenna á Jaðarsvöll og styðja við stelpurnar okkar og fylgjast með bestu kvenkylfingum landsins etja kappi á Jaðarsvelli. 

Í karlasveit GA sem keppir á Leirdalsvelli hjá GKG eru eftirfarandi kylfingar:
Mikael Máni Sigurðsson, Óskar Páll Valsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Veigar Heiðarsson, Valur Snær Guðmundsson og Heiðar Davíð Bragasson

Í kvennasveit GA sem spilar á Jaðarsvelli hjá GA eru eftirfarandi kylfingar:
Björk Hannesdóttir, Ragnheiður Svava Björnsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Kara Líf Antonsdóttir, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Arna Rún Oddsdóttir 

Við óskum okkar kylfingum góðs gengis.