Sveitakeppni kvenna - úrslit

Sigursveit GKJ
Sigursveit GKJ

Golfklúbburinn Kjölur Íslandsmeistarar í sveitakeppni 1. deild kvenna og Nesklúbburinn vann 2. deild.

 

Golfklúbburinn Kjölur sigraði Golfklúbb Reykjavíkur í úrslitaleik í 1. deild kvenna á Akureyri. Guðríður Sveinsdóttir og Katrín Dögg Hilmarsdóttir úr Kili sigruðu Ólafíu Kristinsdóttur og Berglindi Björnsdóttur úr GR í fjórmenning, 1/0. Helga Rut Svanbergsdóttir úr Kili lagði Ragnhildi Sigurðardóttur, 2/0, og úrslitin úr leik Helenu Árnadóttur úr GR og Nínu B. Geirsdóttur skiptu því engu máli. Keilir endaði í þriðja sæti og GA í því fjórða.