Sveitakeppni í gangi,sex sveitir frá GA

Drengir 15 ára og yngri á Flúðum

GA - A    
Óskar Valsson 87  
Mikael Máni Sigurðsson 74  
Lárus Ingi Antonson 86  
Gunnar Aðalgeir Arason 80 Röð
  240 5
     
GA - B H1  
Brimar Jörvi Guðmundsson 95  
Björn Torfi Tryggvason 103  
Starkarður Sigurðarson 117  
Skúli Ágústsson 102 Röð
  300 19


Strákarnir unnu síðan B-sveit GR 2-1 þar sem Gunnar Aðalgeir vann 4/3, Lárus og Óskar unnu fjórmenninginn 5/3 en Mikael Máni tapaði sínum leik 3/2.

Piltar 18 ára og yngri á Hellu

Golfklúbbur Akureyrar / Hamar Dalvík    
Arnór Snær Guðmundsson 70  
Stefán Einar Sigmundsson 74  
Aðalsteinn Leifsson 78  
Kristján Benedikt Sveinsson 70 Röð
  214 2


Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu GKG í fyrstu umferðinni í holukeppni 3-0! Kristján Benedikt vann sinn leik  2/1 og það sama gerði Aron Elí. Fannar Már og Stefán Einar unnu síðan fjórmenninginn 3/2, vel gert strákar! Þeir mæta síðan Golfklúbbi Vestmannaeyja í fyrramálið.

Stúlkur 18/15 ára og yngri á Þorlákshöfn

Stelpurnar okkar töpuðu 2-1 á móti GM eftir æsispennandi bráðabana á milli Amöndu og Ólafar.

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu GKG 3-0 í næsta leik, frábærlega gert! Andrea Ýr vann 7/6, Amanda Guðrún 8/6 og Snædís og Heiðrún unnu fjórmenninginn 4/3, frábært!

Eldri kylfingar, 1. deild karla á Grindavík

Okkar menn sigruðu Öndvernarnes í dag 3-2, glæsilegt hjá þeim. 

Strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á móti Öndverðarnes og lágu gegn GR 4-1. Björgvin Þorsteinsson vann sinn leik 6/5 en aðrir leikir töpuðust. Þeir mæta Golfklúbbnum Leyni á morgun og geta tryggt sig inn í undanúrslitin með sigri þar.

Eldri kylfingar 1. og 2. deild kvenna á Öndvernarnesi

Okkar konur unnu setbergið  í dag 3-0, glæsilegt hjá þeim.

Þær slökuðu ekkert á í næsta leik og fylgdu eftir með góðum 2-1 sigri á móti Golfklúbbi Borgarness. Þórunn Anna vann sinn leik 5/4, Halla Sif og Ragnhildur töpuðu fjórmenningnum naumlega 2/1 og Unnur Elva gerði sér lítið fyrir og vann í æsispennandi bráðabana á 21. holu, vel gert stelpur!