Karlasveit eldri kylfinga eru Íslandsmeistarar!

Karlasveit Golfklúbbs Akureyrar lék til úrslita í dag eftir flottan árangur síðastliðna 2 dagana. Þar mættu þeir sterkri sveit GKG og var leikurinn í járnum frá upphafi. Með mikilvægum sigri á 18. braut hjá fjórmenningnum tryggði GA sér 3.5-1.5 sigur og eru því Íslandsmeistarar! Óskum sveitinni til hamingju með árangurinn, það var frábært að fylgjast með þeim.

Í Vestmannaeyjum lék kvennasveitin gegn Nesklúbbnum um 5. sæti deildarinnar. Þær sigruðu leikinn með yfirburðum, 4-1, og unnu með því 3. leikinn sinn í röð eftir erfiða byrjun á mótinu. Flottur árangur hjá kvennasveitinni og óskum við þeim einnig til hamingju með árangurinn.