Sumarleiga á golfbílum

Líkt og undanfarin ár mun GA bjóða sínum félögum upp á að leigja golfbíl allt sumarið.

Kylfingar geta keypt kort sem þeir eru þá skráðir fyrir og þeir einir geta nýtt.  Það þarf að bóka bílana með dags fyrirvara og mun GA reyna að tryggja að ávallt sé bíll til staðar, þó sú staða geti komið upp að það þurfi að hliðra til rástímum ef margir bílar eru í útleigu viðkomandi dag.  Einhverja daga gæti sú staða komið upp að engir golfbílar séu til taks en GA mun eftir fremsta megni reyna að koma í veg fyrir að það gerist. 

Golfbílar og golfhjól eru mikil fjárfesting og vill GA með þessi móti koma til móts við sína félaga þar sem sífellt fleiri eru farnir að notast við svona farartæki í sínum golfleik, m.a. vegna heilsubrests.  Með þessu þurfa kylfingar ekki að fara í fjárfestingu sjálfir ásamt því að þurfa ekki að hugsa um geymslu fyrir bílana eða hjólin sem og annað viðhald.

Sú breyting verður á í sumar að í stað þess að greiða eitt gjald eins og hefur verið undanfarin ár þá kaupirðu ákveðinn fjölda skipta.

Gjaldskráin er eftirfarandi:

Fjöldi hringja í viku:

Heildarfjöldi hringja

Verð hvern hring

afsl:

Verð á sumarleigu:

Verð per skipti

           

3

60

1.250 kr.

 

75.000 kr.

1.250 kr.

4

80

1.250 kr.

5%

95.000 kr.

1.188 kr.

5

100

1.250 kr.

10%

112.500 kr.

1.125 kr.

6

120

1.250 kr.

15%

127.500 kr.

1.063 kr.

7

140

1.250 kr.

20%

140.000 kr.

1.000 kr.

 

Þeir sem leigja hjá okkur bíl í sumar kaupa því ákveðið marga hringi og er það undir kylfingnum sjálfum komið hvenær hann nýtir sér sína hringi.  Eins og sjá má á  verðskránni hér að ofan þá er hringurinn að kosta frá 1.000 krónum og upp í 1.250 krónur fyrir bílinn hvern hring.  Venjulegt leiguverð á golfbíl fyrir 18 holur er 5.500 krónur þannig að GA félagar eru að fá ca 80% afslátt af fullu verði.

Hjónagjald, þar sem báðir aðilar geta verið skráðir fyrir bílnum og geta því notað hann í sitthvoru lagi er 50% afsláttur fyrir hinn aðilann.

Þeir kylfingar sem áhuga hafa á því að leigja sér bíl í sumar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ágúst í síma 8577009 eða á agust@gagolf.is