Sumargleðin 2008 - Úrslit

Kristján og Ingvar Karl í bráðabana
Kristján og Ingvar Karl í bráðabana

Helstu úrslit úr Sumargleðinni 2008.

Keppt var í flokkum karla, kvenna og unglinga 16 ára og yngri.

Helstu úrslit:

Í karlaflokki án forgjafar sigraði Kristján Gylfason með 34 punkta, með forgjöf vann Heimir Snær Sigurðsson með 47 punkta. Besta skor karla var 73 og voru þeir jafnir Kristján Gylfason og Ingvar Karl Hermannsson og vann Ingvar eftir bráðabana í annarri tilraun á 18 braut.

Í kvennaflokki án forgjafar sigraði Guðný Óskarsdóttir á 18 punktum og með forgjöf Halla Sif Svavarsdóttir með 34 punkta, besta skor átti Guðný Óskarsdóttir hún spilaði á 89 höggum.

Í unglingaflokki sigraði Björn Auðunn Ólafsson bæði með og án forgjafar með 40p/23p. Ennfremur átti hann besta skor lék á 85 höggum.

Lengsta teighögg kvenna átti Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Lengsta teighögg karla Hinrik Hinriksson.

Næst holu á 4. braut Þorvaldur Jónsson 2.70 m, næst holu á 6. braut Bjarni Ásmundsson 1.33 m, næst holu á 11. braut Björn Auðunn Ólafsson 1.92 m, næst holu á 14. braut Sigþór Harðarsson 2.98 m og næst holu á 18. braut John Júlíus Cariglia 3.34 m.

Skráðir í mót voru 105 og var veður eins og best verður á kosið.

Í forgjafarflokki 1 voru 10% þátttakenda, í forgjafarflokki II 30% í forgjafarflokki III og IV 60%. Kylfingar með 35 punkta eða meira var 23% og CSA leiðrétting 0.

Öll innkoma rennur til unglingaráðs GA og vill unglingaráð og Golfklúbbur Akureyrar koma á framfæri þakklæti til styrktaraðila mótsins. EJS, Christu tískuhúss, Domino´s pizza, Vífilfelli, Svefn og heilsu og Bautanum.