Sumardaginn fyrsta - Kaffihlaðborð unglingaráðs

Hlaðborð að Jaðri sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 23 apríl

Hlaðborð að Jaðri sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 23 apríl  kl: 15:00 – 17:00 allur ágóði rennur beint til barna og unglingastarfs GA .

Öllum opið endilega hvetjið sem flesta til að mæta og styrkja börnin okkar.   JJJ

Verð: 1200 fyrir 14 ára og eldri, 600 fyrir 6- 14 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.

Öll börn upp að 18 ára sem æfa golf hjá GA og eru í klúbbnum heyra undir unglingaráð. Það hefur orðið mikil breyting í þjóðfélaginu og finnum við það sem störfum í unglingaráði að nú er mun erfiðara að ganga að styrkjum ýmiskonar. Fjáröflun unglingaráðs í vetur hefur verið púttmótaröðin á sunnudögum og nú þetta kaffihlaðborð. Einnig hafa nokkur fyrirtæki stutt við bakið á unglingastarfinu nú fyrir komandi sumar.

Það liggur t.d. töluverður kostnaður við að halda golfmót svo ekki sé talað um kostnað þeirra sem keppa um landið og höfum við veitt þessum krökkum styrki þannig að þau eigi auðveldara með að taka þátt í sem flestum keppnum. Eins var greiddur allur kostnaður fyrir krakkanna í GA í mótunum þremur á Sauðárkrók, Dalvík og Akureyri sem fram fór í fyrra sumar. 

Unglingaráð GA