Suðurvöllur opnaður

Seinni 9 opnaðar í dag.

Í dag var hleypt inn á seinni 9 holurnar á Jaðarsvelli. Síðustu viku hefur einungis mátt leika á holum 1-9 en í dag voru opnaðar seinni 9 holurnar.

Völlurinn er mjög viðkvæmur og eru kylfingar beðnir um að ganga vel um völlinn sinn, gera við kylfuför á brautum og boltaför á flötum. Skráning er nú hafin og eru menn vinsamlegast beðnir um að skrá sig á teig.

Nýtt á golf.is er að kylfingar geta afskráð sig innan 6 klst. frá skráningu.