Styttri opnunartími í afgreiðslu GA

Þá er komið að þeim tímapunkti að við förum að minnka þjónustu okkar hér hjá Golfklúbbi Akureyrar. Sumarið hefur verið langt og gott og vonumst við að sjálfsögðu eftir því að geta spilað áfram út október og mögulega lengur. 


Opnunartími golfverslunarinnar og veitingasölu er frá 8-16 alla virka daga og um helgar er einungis veitingasala Jóns Vídalíns opin frá 8-16 en golfverslun lokuð. Undantekning á þessu er þegar mót eru hjá okkur en þá er golfverslun opin samhliða mótinu.

Við minnum kylfinga á að salernisaðstaðan í kjallaranum á Klöppum er opin fyrir kylfinga þrátt fyrir lokun í golfskálanum.

Að lokum viljum við minna fólk á Haustmót GA á sunnudaginn - skráning á golf.is og í síma 462-2974.