Styttist í SKÍ Open mótið

Nú fer óðum að styttast í SKÍ Open texas mótið en það verður haldið næstu helgi, þann 28. Júlí! 

Skíðasamband Íslands stendur fyrir þessu glæsilega golfmóti þar sem leikfyrirkomulagið er Texas scramble, en þar spila tveir saman í liði. Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5. Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra.

1.sæti – 2x 60.000 kr. gjafabréf frá 66°Norður

2.sæti – 2x Vodafone Smart N9 farsími frá Vodafone

3.sæti – 2x 20.000 kr. gjafabréf frá 66°Norður

4.sæti – 2x Dolce Gusto kaffivél frá Danól

5.sæti – 2x 10.000 kr. gjafbréf frá 66°Norður

 

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum, næstur holu í tviemur höggum á 10.braut auk happdrættis.

Hægt er að skrá sig á golf.is eða í síma 462-2974

Mótsgjald er 5.500kr á mann.

Vonumst til að sjá sem flesta :)