Styrktarmót unglingaráðs

Góð þátttaka var í haustmóti hjá GA.

Mikil sumarstemming hefur verið undanfarið og margir að spila alveg fram í myrkur. Var ákveðið að skella á einu haustmóti og vakti það mikla lukku kylfinga og var ákveðið að láta innkomuna renna til unglingastarfsins sem hefur verið mjög öflugt í sumar.

Sigurvegari mótsins var Halla Berglind Arnarsdóttir hún lék á 74 höggum og fékk 43 punkta. Hallur Guðmundsson fékk 42 punkta og Þórarinn Valur Árnason fékk 38 punkta.

Halla Berglind átti lengsta teighögg kvenna á 17. braut og Viðar Þorsteinsson lengsta teighögg karla á sömu braut. Veitt voru nándarverðlaun á öllum par 3 brautum - á 4. braut var Viðar Þorsteinsson næstur 2.05m frá á 6. braut var það Albert Hannesson 3.68m frá holu á 11. var það Stefanía Kristín 3.38m frá holu á 14. var það Ólafur Gylfason 0.88m frá og á 18. braut Aðalheiður Guðmundsdóttir 1.25m frá.

Vill unglingaráð GA þakka þátttakendum og öllum þeim sem styrktu mótið kærlega fyrir stuðninginn.