Styrktarmót körfuknattleiksdeildar Þórs - Úrslit

Styrktarmót Körfuknattleiksdeildar Þórs fór fram í dag í ágætis veðri. Frábær þáttaka var í mótið en alls hófu 136 keppendur eða 68 lið leik og fullt var í mótið. Glæsileg tilþrif mátti sjá á vellinum en leikið var með texas scramble fyrirkomulagi en það voru þeir Viktor Ingi og Stefán Eyfjörð sem sigruðu höggleikinn á flottum 60 höggum!

Glæsileg verðlaun voru í boði en veitt voru verðlaun fyrir efstu fjögur sætin, næst holu á öllum par 3 holunum ásamt því að veitt var verðlaun fyrir næstur holu í þremur höggum á 3. holu, næstur miðlínu á 16. holu ásamt því að dregið var úr skorkortum.

Boðið var uppá léttar veitingar á 15. teig ásamt því að hægt var að kaupa þar teighögg frá Víð en hann er afrekskylfingur hjá GA ásamt því að boðið var uppá að kaupa þrjá auka bolta á 18. teig til að eiga meiri möguleika á nándarverðlaununum þar sem voru að verðmæti um 150.000 krónum.

Við þökkum fyrir góða þátttöku í mótinu og fyrir að styrkja okkar fólk í körfuboltanum.

Alla verðlaunahafa má sjá hér að neðan en verðlaunahafar geta nálgast verðlaunin sín í golfskálanum til klukkan 20:00 í kvöld 4. september eða hafa samband við Jóhann Sigurðsson í síma 8480881 frá og með sunnudegi. 

 

Úrslit:

1. sæti – Viktor Ingi Finnsson & Stefán Eyfjörð Stefánsson – 60 högg

2. sæti – Andri Geir Viðarsson & Sigurður Rúnar Marinósson – 61 högg (betri seinni 9)

3. sæti – Einar Hólm Davíðsson & Ólafur Helgi Rögnvaldsson – 61 högg (verri seinni 9)

4. sæti – Sigurður Jónsson & Sólveig Sigurjónsdóttir – 62 högg (betri síðustu 6)

 

Nándarverðlaun:

4. hola – Helgi Gunnlaugsson - 2,18m

8. hola – Sara Jóhannsdóttir - 2,59m

11. hola – Jóhann Hjaltalín Þorsteinsson – 1,81m

14. hola – Richard Taehtinen – 63cm

18. hola – Arnsteinn Ingi Jóhannesson – 91cm

 

Næst holu í 3. höggum á 3. holu:

Mikael Máni Sigurðsson – 0 cm, í holu!!

 

Næst miðlínu á 16. holu:

Líney Björk Jónsdóttir – 6,5 cm

 

Sætisverðlaun:

17. Sigríður E Blumstein & Valdimar E Geirsson

37. Jón Egill Gíslason & Elmar Steindórsson

53. Stefán Sigurðsson & Líney Björk Jónsdóttir

68. Kristján S. Snæbjörnsson & Jóna Guðrún Ólafsdóttir