Hið árlega styrktarmót körfuknattleiksdeildar Þórs verður haldið á Jaðarsvelli á laugardaginn.
Leikið verður eftir Texas Scramble fyrirkomulagi. Tveir kylfingar saman í liði, hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Liðsforgjöf er samanlögð vallarforgjöf beggja kylfinga deilt með 3.
Fjöldi glæsilegra verðlauna:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum ásamt skemmtilegum útfærslum á 3. og 16. braut. Að auki verða fleiri skemmtileg verðlaun sem dreift verður á önnur sæti af handahófi.
Skráning á golfbox eða í afgreiðslu GA í síma 462-2974 eða á gagolf@gagolf.is
Mótsgjald er 9.500kr á mann og er matur í lokahófi innifalinn.