Styrktarmót Körfuknattleiksdeildar Þórs 21.september

Á laugardaginn 21. september verður haldið styrktarmót Körfuknattleiksdeildar Þórs á Jaðarsvelli. Leikinn verður betri bolti, tveir saman í liði, punktakeppni með forgjöf. 

Hámarksforgjöf er 36 á leikmann og því kjörið tækifæri fyrir alla kylfinga að taka þátt. 

Mótsgjald er 6.000kr á mann. 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu fimm sætin ásamt nándarverðlunum á öllum par3 holum vallarins. 

Það er von á toppveðri á Jaðarsvelli þennan laugardaginn og hvetjum við sem flesta til að taka þátt í þessu flotta móti.

Skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974