Styrktarmót körfuknattleiksdeildar Þórs

Árlegt styrktarmót körfuknattleiksdeildar Þórs í golfi verður spilað laugardaginn 4. september á Jaðarsvelli.


Leikið verður eftir texas scramble fyrirkomulagi, tveir og tveir saman í liði. Hámarksforgjöf hvers leikmanns er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Leikforgjöf liðs er reiknuð samanlögð vallarforgjöf beggja leikmanna deilt með 4. Hefðbundnar staðarreglur á velli.

Verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu sætin, og flott nándarverðlaun á öllum par 3 holunum ásamt skemmtilegum útfærslum á 3. og 16. braut.
Á 15. braut verða óvæntar móttökur á teig ásamt því að hægt verður að kaupa teighögg af lágforgjafarkylfingi.


Verðmæti nándarverðlauna á 18. braut er yfir 100.000.-kr. Hægt verður að kaupa þrjá aukabolta á 18. braut til að auka líkur á nándarverðlaunum og þar að auki verða fleiri skemmtileg verðlaun sem dreift verður á önnur sæti af handahófi.


Skráning er hafin á golfbox, mótsgjald er 6.000 kr