Styrktarmót handknattleiksdeildar KA 18. september

Laugardaginn 18. september verður stórglæsilegt styrktarmót handknattleiksdeildar KA haldið á Jaðarsvelli.

Keppt verður eftir texas scramble fyrirkomulagi, tveir og tveir saman í liði. Hámarksforgjöf hvers leikmanns er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Leikforgjöf liðs er reiknuð samanlögð vallarforgjöf beggja leikmanna deilt með 3. 

Athugið að ef kylfingar eru ekki í klúbbi verður miðað við síðustu forgjöf hjá þeim, ef þeir hafa aldrei verið með forgjöf fá þeir hámarksforgjöf í mótinu.

Flott verðlaun verða veitt fyrir fimm efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum vallarins auk þess að gefin eru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut.

1.sæti: 25.000kr gjafabréf hjá JMJ og 15.000kr gjafabréf á Greifanum
2.sæti: 15.000kr gjafabréf hjá JMJ og 15.000kr gjafabréf á Greifanum
3.sæti: 10.000kr gjafabréf hjá JMJ og 10.000kr gjafabréf á Greifanum
4.sæti: 10.000kr gjafabréf hjá JMJ og golfhandklæði
5.sæti: 5.000kr gjafabréf á Greifanum og töskur undir skó.

5.000kr gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna eru í nándarverðlaun á holum 4,8,11 og 14.

Glæsileg nándarverðlaun verða á 18. holu og býðst kylfingum að kaupa sér aukabolta á teig til að reyna við þau.

Rauðvín og hvítvín er í verðlaun fyrir lengsta drive á 3. braut. 

Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að skrá sig í þetta skemmtilega mót en skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3074501

Athugið að það þarf að hringja í síma 462-2974 eða senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is til að skrá sig á rástíma í mótinu.