Styrktarmót handknattleiksdeilar KA 18. september

Laugardaginn 18. september verður stórglæsilegt styrktarmót handknattleiksdeildar KA haldið á Jaðarsvelli.

Keppt verður eftir texas scramble fyrirkomulagi, tveir og tveir saman í liði. Hámarksforgjöf hvers leikmanns er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Leikforgjöf liðs er reiknuð samanlögð vallarforgjöf beggja leikmanna deilt með 3. 

Flott verðlaun verða veitt fyrir fimm efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum vallarins auk þess að gefin eru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 15. braut.

Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að skrá sig í þetta skemmtilega mót en skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3074501

Athugið að það þarf að hringja í síma 462-2974 eða senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is til að skrá sig á rástíma í mótinu.