Styrktarmót fyrir Opna Finnska áhugamannamótið

Nokkrir GA afrekskylfingar ásamt afrekskylfingum innan GHD eru að fara að keppa á Opna Finnska áhugamannamótinu í september og ætlum við því að halda styrktarmót hér á Jaðri vikuna 23.7 - 29.7. Kylfingar sem hafa áhuga á að styrkja þetta góða og mikilvæga málefni geta skráð sig í afgreiðslu GA, mótsgjald er 5.000kr og hefur kylfingur alla vikuna til að skila inn sem besta skorinu, skila þarf undirrituðu skorkorti undirrituðu af ritara. Þeir sem hafa ekki tök á að spila er að sjálfsögðu frjálst að leggja til styrk. Hægt er að spila bæði á Jaðarsvelli og Hamarsvelli.

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf, karla og kvennaflokki.

Stórglæsileg verðlaun eru í mótinu, þ.m. Kort í Trackman herminn í inniaðstöðu GA, golfkennsla, gjafabréf frá Dominos, boltakort í Klöppum og margt fleira.

 

Heiðar Davíð

Golfkennari GA