Styrktarmót ferðasjóðs unglinga GA - ÚRSLIT

Mót þetta var til styrktar unglingum GA sem eru að stefna á æfingaferð erlendis vorið 2012.

Mót til styrktar unglingum í GA sem hyggja á æfingaferð út fyrir landsteinana næsta vor var haldið í blíðviðri á Jaðarsvelli sunnudaginn 12. sept. 46 keppendur mættu til leiks auk þess að einn meðlimur klúbbsins gerði sér ferð í klúbbhúsið og borgaði mótsgjald en gat engu að síður ekki verið með, vildi bara styrkja krakkana. Margir voru tilbúnir að styrkja mótið og ber helst að nefna Goða, Hole in one, Ljósgjafann, Golfgrip.is, Joger, Beever hárvörur, Icelandair hotels, 1862 bistro, Bakgarðurinn, Borgarbíó, Nýherji, Bjarg heilsurækt, Vodafone og Flugfélag íslands. Fjáröflunarnefnd þakkar ofantöldum aðilum sem og öllum þátttakendum kærlega fyrir veittan stuðning. 

Vinningshafar í styrktarmótinu: 

1. sæti Ólafur Auðunn Gylfason 38 punktar

2. sæti Ævarr Freyr Birgirsson 37 punktar

3. sæti Albert Hörður Hannesson 36 punktar

Næst holu á fjórðu, Tumi Hrafn Kúld

Næst holu á sjöttu, Lárus Ingi Antonsson (einungis 9 ára)

Næst holu á elleftu, Tumi Hrafn Kúld

Næst holu á fjórtándu, Ingi Steinar Ellertsson

Næst holu á átjándu, Stefán Einar Sigmundsson

Lengsta Drive á fimmtándu (á braut), Ævarr Freyr Birgisson
  Á myndinni eru allir vinningshafar mótsins.

>>  1. sæti : Flugmiði frá Flugfélagi Íslands AK. - RVK. - AK. 10.000 krónu inneign í Hole in One. Vegleg kjötkarfa frá Goða. Hárvörur frá Beever. 2 bíómiðar í Borgarbíó.

>>  2. sæti : Vegleg kjötkarfa frá Goða. Hárvörur frá Beever. 6.000 krónu inneign í Hole in One. 2 bíómiðar í Borgarbíó & 3 x puregrip.

>>  3. sæti : Vegleg kjötkarfa frá Goða. Hárvörur frá Beever. 4.000 krónu inneign í Hole in One & 3 x puregrip.  

>>  Næst holu á fjórðu : 4GB minnislykill frá Nýherja.

>>  Næst holu á sjöttu : 2 bíómiðar í Borgarbíó.

>>  Næst holu á elleftu : Gjafabréf fyrir tvo á High Tea stofu hjá Icelandair Hotels Akureyri.

>>  Næst holu á fjórtándu : 4GB minnislykill frá Nýherja.

>>  Næst holu á átjándu : Vodafone 858 GSM sími. 

>>  Lengsta Drive á fimmtándu (á braut) : Gjafabréf fyrir tvo á 1862 Bistro.