Styrktarmót barna- og unglingastarfs GA - úrslit

Styrktarmót barna- og unglingastarfs GA var haldið í gær, sunnudaginn 26. september, og þökkum við kylfingum kærlega fyrir þátttökuna.

Mikið úrhelli var við völd í gær en létu keppendur það ekki stoppa sig.

22 kylfingar tóku þátt í mótinu og voru nokkrir sem komu og greiddu mótsgjald í styrk og fengu sér síðan kaffibolla en ákváðu að kíkja ekki út á völl í rigninguna.

Úrslit voru sem hér segir:
1. sæti: Óli Magnússon 34 punktar - betri seinni 9
2. sæti: Stefán Bjarni Gunnlaugsson 34 punktar
3. sæti: Heiðar Davíð Bragason 33 punktar - betri seinni 9
4. sæti: Jón Thorarensen 33 punktar
5. sæti: Veigar Heiðarsson 32 punktar - betri seinni 9
14. sæti: Jason James Wright 26 punktar
22. sæti: Egill Örn Jónsson 14 punktar

Nándarverðlaun:
4. hola: Veigar Heiðarsson 4,21 m
8. hola: Anton Ingi Þorsteinsson 2,56 m
11. hola: Jason James Wright 7,9 m
14. hola: Heiðar Davíð 2,55 m
18. hola: Valur Snær 5,11 m

Punktahæsta hollið:
Veigar Heiðarsson, Valur Snær Guðmundsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Ágúst Már Þorvaldsson

Barna- og unglinganefnd þakkar öllum sem tóku þátt og styrktu starfið kærlega fyrir og vonumst við að sjálfsögðu eftir betra veðri þegar mótið verður haldið aftur á næsta ári.