Styrktarmót barna- og unglingastarfs GA næsta laugardag

Á laugardaginn næsta verður styrktarmót barna- og unglingastarfs GA haldið á Jaðarsvelli. Skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3491273 og er skráð sig á rástíma við skráningu. Einnig er hægt að hringja í 462-2974 eða senda póst á skrifstofa@gagolf.is 

Keppt er í punktakeppni með forgjöf og eru stórglæsileg verðlaun frá Golfskálanum í verðlaun fyrir fjögur efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á allar par 3 holur vallarins og kennslu hjá golfkennurum okkar fyrir nokkra heppna. 

1.sæti: 50.000kr gjafabréf hjá Golfskálanum
2.sæti: 30.000kr gjafabréf hjá Golfskálanum
3.sæti: 20.000kr gjafabréf hjá Golfskálanum
4.sæti: 15.000kr gjafabréf hjá Golfskálanum

Nándarverðlaun eru dúsín af Callaway Supersoft.

Hámarksforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum, karlar leika af gulum teigum og konur af rauðum teigum ásamt piltum 14 ára og yngri og heldri mönnum, 70 ára og eldri.

Mótsgjald er 5.000kr og fyrir þá sem ekki komast í mótið en vilja styrkja barna- og unglingastarfs GA er bent á reikning þeirra
5801697169
162-05-200004