Styrktarmót barna- og unglinga um helgina

Um helgina verður haldið hið árlega styrktarmót barna- og unglinga GA.

Veðrið er svo sannarlega byrjað að leika við okkur hér á Jaðri og trúum við ekki öðru en að sjá fallega tveggja stafa tölu á hitamælinum um helgina. Þetta er því flott tækifæri til að styrkja uppbyggingu unglingastarfsins í klúbbnum, og ekki skemmir það fyrir að vinna til verðlauna í leiðinni.

Í mótinu verður spilaður höggleikur með- og án forgjafar, en flott nándarverðlaun verða einnig á 18. holu. 

Unglingar til 14 ára leika af rauðum teigum
Karlar 70+ mega leika af rauðum teigum eða gulum
Konur leika af rauðum teigum
Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum

 

Skráning er í gangi á golf.is en að venju er auðvitað hægt að hringja á skrifstofuna líka í síma 462-2974