Styrktarmót barna, unglinga og afrekskylfinga hjá GA á laugardaginn

Styrktarmót fyrir börn, unglinga og afrekskylfinga í Golfklúbbi Akureyrar. 

Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni með forgjöf og tvö efstu sætin í höggleik án forgjafar.

Athugið að engin hámarksforgjöf er í mótið og er því mótið tilvalið fyrir alla kylfinga að taka þátt í og reyna að vinna - líka þessa nýju!

Tveir titleist wedgar.
5,3,2 og 1 tími í kennslu hjá Heiðari Davíð.
5,3,2,og 1 tími hjá Stefaníu Kristínu.
Tvö 5 tíma kort í hermi GA.
Tveir 18 holu hringir hjá Golfklúbbi Húsavíkur.
Tveir 18 holu hringir í Golfklúbbnum Oddi.
Tveir 18 holu hringir í Golfklúbbi Keilis.
Tveir 18 holu hringir í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Tveir 18 holu hringir í Golfklúbbi Suðurnesja.
Tvö gjafabréf fyrir fjóra í Golfklúbbi Reykjavíkur.
3 dúsín af prov1.
3 Taylor Made golfpokar.
Gjafabréf fyrir tvo á salatsjoppunni.
5000.kr. inneign hjá Vídalín veitingum.
Sunice húfa og lúffur.
2 Ellingsen hettupeysur og húfur. 

Nándarverðlaun  verða á öllum par 3 holum vallarins. 4.000kr kostar í mótið og rennur allur ágóðinn til barna- og unglingastarfs GA.

Aðeins kylfingar með virka forgjöf geta unnið til verðlauna í punktakeppni.

Kylfingar geta valið sér eftirfarandi teigstæði eftir getu og vilja:

Unglingar 0-14 ára geta leikið af rauðum eða bláum teigum.
Karlar 15-69 ára geta leikið af gulum eða hvítum teigum.
Karlar 70+ geta leikið af rauðum eða gulum teigum.
Konur geta leikið af rauðum eða bláum teigum.

Skráning á golf.is eða í síma 462-2974