Styrkjaúthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA eins og venjan er á fullveldisdeginum 1. desember.

Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum og var úthlutað tæplega 25 milljónum króna til 60 aðila. Eins og undanfarin ár tók styrkúthlutunin til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna.

Meðal styrkþegar í ár var Golfklúbbur Akureyrar ásamt ungum afreksmönnum innan GA og þökkum við KEA kærlega fyrir þeirra styrk. 

Lista yfir alla styrkþega má finna á vef KEA - sjá hér.