Stúlknalandslið Íslands í 16. sæti á EM í Slóvakíu

mynd: KMÞ
mynd: KMÞ

Stúlknalandslið Íslands endaði í 16.sæti á EM í Slóvakíu sem lauk um helgina.

Ísland var í 15. sæti eftir höggleikinn en þar spilaði Andrea á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. 

Stelpurnar töpuðu síðan á móti Póllandi 2-1 en Andrea tapaði sínum leik 6/5 þar. Í næsta leik spilaði Ísland á móti Austurríki og tapaði þar 2,5-0,5 en Andrea spilaði í fjórmenning og tapaði þar 2-0.

Hér má lesa nánar um viðureignir Íslands á mótinu https://www.golf.is/stulknalandslid-islands-endadi-i-16-saeti-a-em-i-slovakiu/

Ljóst er að stelpurnar hefðu viljað ná betri árangri en þessi reynsla mun hjálpa stelpunum í framtíðinni.