Stóri bróðir vann bræðrabyltuna í Bændaglímu GA

Konni sáttur með bikarinn góða!
Konni sáttur með bikarinn góða!

Það viðraði vel til bardaga á laugardaginn þegar bændaglíma GA fór fram á Jaðarsvelli.

Bændurnir voru bræðurnir Konráð Vestmann Þorsteinsson og Anton Ingi Þorsteinsson. Rauða liðið með Konna í forsvari sigraði með minnsta mun 6-5 eftir flotta spilamennsku beggja liða.

Rúmlega 50 GA félagar tóku þátt í mótinu og gæddu sér að súpu hjá Jóni Vídalín að leik loknum.

Við viljum þakka þeim GA félögum sem gerðu sér glaðan dag kærlega fyrir þátttökuna og einnig þeim bræðrum fyrir að taka á sig hlutverk bænda í mótinu sjálfu.