Stjórnarskipti í kvennadeild GA

Vorfundur kvennadeildar var haldinn í gærkvöldi.

Aðalfundur kvennadeildar var haldinn í klúbbhúsinu að Jaðri í gær 10. mars.

Um 40 konur voru mættar þrátt fyrir vonsku veður, til að gæða sér á dýrindis kræsingum sem Jón Vídalín kokkur töfraði fram eins og honum er einum lagið.

Konurnar voru sammála um það að veður hefur aldrei verið fyrirstaða þegar á að gera eitthvað skemmtilegt í hópi golfkvenna. Allar voru sammála um það að þetta veður í gær væri bara ávísun á mjög gott sumar.

Edda Aspar sagði frá vorferð sem búið er að skipuleggja í vor. Farið verður í Borgarnes að þessu sinni helgina 27.-29. maí. Hatta- og pilsamótið er á sýnum stað föstudaginn fyrir verslunarmannahelgina 29. júlí. Eitt opið kvennamót er í sumar eins og undanfarin ár og er það 10. júlí í samvinnu við Volare. Súpukvöldið er svo áætlað 1. september.

Áætlað er að hittast 4 miðvikudagskvöld eins og verið hefur og spila saman og verður þar lögð áhersla að taka með nýjar konur og kynna þeim golfið.

Stjórnarskipti voru svo:  Nýja stjórn skipa þær Edda Aspar, Margrét Þórðardóttir, Sólveig Sigurjónsdóttir, Halldóra Kolbrún Ólafsdóttir og Ellen Guðmundsdóttir, Kolbrún og Ellen  koma inn í stað þeirra Auðar Dúadóttur og Unnur Hallsdóttur.  

Allir viðburðir sumarsins verða auglýstir með góðum fyrirvara.

Kveðja til allra með von um að sjá sem flestar konur í golfi í sumar.