Stjórn og nefndir 2019

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar er áætlaður í nóvember lok og verður hann auglýstur síðar. Við óskum því eftir framboðum til stjórnar og annarra nefnda GA fyrir árið 2019, framboð skulu berast fyrir 24. nóvember. Áhugasamir skulu senda tölvupóst á steindor@gagolf.is og mun kjörnefnd fara yfir framboðin í framhaldi af því.

Kjörnefndina skipa:

  • Steindór Kr. Ragnarsson
  • Halla Sif Svavarsdóttir
  • Jón Steindór Árnason

Einnig sækjumst eftir að fá duglega meðlimi kúbbsins í nefndir klúbbsins. Þ.e.a.s afreksnefnd, vallarnefnd, kappleikjanefnd, kvennanefnd, forgjafanefnd, arctic open nefnd og að lokum meistarmótsnefnd.  Allt saman mjög skemmtilegar nefndir sem hjálpa alveg gríðarlega til í öllu starf klúbbsins.

Aðalstjórn skipuðu árið 2018:

  • Formaður: Bjarni Þórhallsson
  • Varaformaður: Jón Steindór Árnason
  • Ritari: Sigurður Skúli Eyjólfsson
  • Gjaldkeri: Guðlaug M. Óskarsdóttir
  • Meðstjórnandi: Örn Viðar Arnarson

Varamenn í stjórn:

  1. Varamaður Eygló Birgisdóttir
  2. Varamaður Viðar Valdimarsson

F.h. Golfklúbbs Akureyrar

Steindór Kr. Ragnarsson