Sterkt hugarfar skiptir höfuðmáli

Hvernig byggja kylfingar upp andlegan styrk (mental toughness)?
Fyrirlestur opinn öllum félagsmönnum þeim að kostnaðarlausu!
Laugardaginn kemur mun Tómas F. Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, halda fyrirlestur um þau atriði og áherslur sem skipta mestu máli til að auka andlegan styrk kylfinga. 
Hvernig æfir maður einbeitingu, sjálfstraust og hugarfar sigurvegara? Það er alltaf hægt að bæta hugarfarið - svo framarlega sem maður veit hvernig.

Sterkt hugarfar skiptir höfuðmáli


Tómas F. Aðalsteinsson er lektor við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum og er yfirþjálfari kvennagolfliðs skólans. Hann er með meistaragráðu í íþróttasálfræði og veitir þjálfun og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum. Tómas var valinn þjálfari ársins í þriðjudeild bandaríska háskólagolfsins af sambandi kvennagolfsþjálfara fyrir tímabilið 2018-2019

Fyrirlesturinn mun fara fram í golfskála GA að Jaðri.
Á meðan á fyrirlestri stendur verður boði uppá kaffi og með því.

Nánari upplýsingar er að finna á síðu viðburðarins https://www.facebook.com/events/180969692975615/