Sterkt alþjóðlegt unglingamót haldið á Jaðri

Viðburðarstofa Norðurlands í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar hafa komist að samkomulagi við  A.R Events um að fá mót inn á Global Junior Golf Tour mótaröðina sem A.R Events standa fyrir.

 Global Junior Golf Tour er mótaröð sem haldin er á heimsvísu fyrir krakka á aldrinum 12 – 18 ára og er það okkur sönn ánægja að tilkynna  að nú mætir mótaröðin til Akureyrar og mun fara fram á Jaðri næstu þrjú árin.  Mótið verður haldið í tengslum við Icelandic Summer Games sem haldnir verða á Akureyri um verslunarmannahelgina. 

 GJG Tour er sterk mótaröð þar sem krakkar víðsvegar að úr heiminum fá tækifæri til að keppa sín á milli í golfmótum sem eru sett upp líkt og um atvinnamannamót væri að ræða og fá þannig innsýn inn í þannig umgjörð.

Heimasíðu Global Junior Golf má nálgast hér