Stefanía Kristín spilar með the Falcons, golfliði háskóla síns í USA

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir klúbbmeistari okkar í GA og háskólanemi í Pfeiffer, sem spilar með the Falcons, golfliði skólans, tók ásamt liði sínu þátt í Lander Bearcat Invitational.

Spilað var á Old South Golf Links, í Hilton Head, Suður-Karólínu dagana 29.-30. september.

Það voru 66 þátttakendur frá 12 háskólum, sem kepptu í mótinu.

Stefanía Kristín spilaði á samtals 21 yfir pari, 165 höggum (83 82). Stefanía Kristín hafnaði í 54. sæti og lið the Falcons í 11. sæti.

Næsta mót sem Stefanía Kristín og The Falcons spila í er Patsy Rendleman Invitational í Salisburg, Norður-Karólínu sem fram fer 15.-16. október n.k.

Við hér hjá Golfklúbbi Akureyrar óskum Stefaníu góðs gengis í golfi og skóla í vetur

Frétt af Golf 1, mynd í einkaeigu