Stefán Haukur Jakobsson er fallinn frá

Stefán Haukur Jakobsson, einn af dyggustu félagsmönnum Golfklúbbs Akureyrar, lést 27.apríl síðastliðinn 86 ára að aldri. Stefán Haukur eða Dúddisen eins og hann var iðulega kallaður hér að Jaðri var Heiðursfélagi Golfklúbbs Akureyrar, en í gegnum árin hefur hann verið einn dyggasti sjálfboðaliði GA og lagt þung lóð á vogarskálarnar í starfsemi klúbbsins.

Dúddisen var lengi vel ræsir á golfmótum hér að Jaðri og stjórnaði vetrarstarfsemi GA í Golfbæ um árabil. Honum til heiðurs er púttvöllurinn í inniaðstöðu GA og nýji æfingavöllur GA nefndur eftir honum “Dúddisen”.

Golfklúbbur Akureyrar syrgir fallinn félaga og vottar fjölskyldu og ástvinum hans dýpstu samúð.

 

                   

Dúddisen við Turninn góða