Starf í boði í afgreiðslu GA

Golfklúbbur Akureyrar auglýsir laust til umsóknar sumarstarf í afgreiðslu hjá klúbbnum. Starfsmaður mun vinna eftir vaktafyrirkomulagi bæði í afgreiðslu GA og á golfvellinum að sinna ýmsum tilfallandi störfum þar. 

Við leitum eftir aðila sem hefur áhuga á golfi, er jákvæður, þjónustulundaður og hefur frumkvæði í starfi. 

Í starfinu felst utanumhald með rástímaskráningu kylfinga og mótahald ásamt afgreiðslu úr golfbúð og fleiru.

Hæfniskröfur: 
Góð þjónustulund
Stundvísi
Íslensku-, og enskukunnátta
Færni í samskiptum og jákvætt viðmót

Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á gagolf@gagolf.is

Umsóknarfrestur er til 22. apríl