Staðan í sveitakeppninni

Strákarnir léku í léttum vind og úða í dag en það stoppaði þá ekki í að vinna leikinn við GV 4-1. Þar sem Jason vann á 19. holu, Aron Elí 1/0, Sturla 3/1 og Eyþór Hrafnar 1/0. Næsti leikur er síðan gegn GG um 3. sæti A - 4. sæti B.

Stelpurnar stóðu sig vel í dag en það dugði þó ekki fyrir sigri gegn GS, leikurinn endaði 3-2. Það voru þær Stefanía Kristín sem vann sinn leik á 19. holu og Andrea Ýr vann sinn leik 1/0. Næsti leikur hjá þeim er gegn GO um 3. sæti A - 4. sæti B.

Við óskum þeim góðs gengis :)