Staðan í Ryder eftir 8 mót

Akureyri Mynd:NL
Akureyri Mynd:NL

Staðan eftir 8 mót og 9577 pútt

Nú þegar 8 mótum er lokið er staðan eftirfarandi í 5 efstu sætum: Í karlaflokki er Sigurður Samúelsson efstur með 252 pútt, Haraldur Júlíusson og Sigþór Haraldsson eru með 261, Hjörtur Sigurðsson og Rúnar Pétursson eru með 270 pútt.

Í kvennaflokki er Jónasína Arnbjörnsdóttir efst með 265 pútt Þórunn Anna Haraldsdóttir er í 2. sæti með 266, í 3. sæti er Halla Sif Svavarsdóttir með 269 pútt, Aðalheiður Guðmundsdóttir er með 271 pútt og Unnur Hallsdóttir er með 279 pútt.

Að loknu næsta móti þá fer röð keppenda að breytast þar sem 8 mót af 16 gilda til þátttöku í lokakeppninni.

Að loknum þessum 8 mótum þá hafa keppendur púttað 9577 sinnum, karlar hafa púttað 5021 pútt í 151 hringjum meðaltal 33,25 pútt á hring og konur 4556 pútt í 131 hringjum, meðaltal 34,78 pútt á hring - Hér er bara tekið tillit til betra skors hvers keppanda í hverju móti.

Karlar sem tekið hafa þátt í þessum mótum eru 38 og konur eru 27