Staðan í meistaramóti eftir dag 3

Þriðji hringur meistaramótsins var leikinn í gær, en það var einnig seinasti hringur nokkurra flokka.
Úrslitin ráðast þó í kvöld í flestum flokkum, sem margir hverjir eru æsispennandi. 


Í meistaraflokki karla munar litlu á efstu mönnum, en Örvar Samúelsson, fyrrum högglengsti kylfingur Íslands, er á toppnum eftir flottan hring í gær. 
Í meistaramóti kvenna leiðir Amanda Guðrún með 1 höggi, og er því nokkuð ljóst að hart verður barist um þann titilinn. 

 

Verðlaunaafhending verður í kvöld, en húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl 20. 

 

Hér að neðan má sjá hver leiðir hvern flokk ásamt því með hversu höggum þau leiða

 

Meistaraflokkur karla: Örvar Samúelsson, 4 högg

Meistaraflokkur kvenna: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, 1 högg

1. flokkur karla: Konráð Vestmann Þorsteinsson, 2 högg

1. Flokkur kvenna: Brynja Herborg Jónsdóttir, 15 högg

2. Flokkur karla: Atli Þór Sigtrygsson, 3 högg

2. Flokkur kvenna: Hrefna Svanlaugsdóttir, 7 högg

3. Flokkur karla: Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 10 högg

4. Flokkur karla: Jón Ragnar Pétursson, 31 högg

50+ karla: Bjarni Einar Einarsson, 1 högg

50+ kvenna: Unnur Elva Hallsdóttir, 6 högg