Staðan góð á Jaðri

7 flötin nánast auð
7 flötin nánast auð

Veðurfarið hefur verið okkur golfurum mjög svo hagstætt undanfarna daga.  Góður hiti, rigning og rok var einmitt á óskalistanum hjá okkur og um síðastliðna helgi gekk allt upp og við fengum svona líka hagstætt veður.

Eins og við greindum frá hér á síðunni um daginn hafa Steindór og Birgir unnið mikið í flötunum og hitakaplarnir okkar verið óspart notaðir.  Fyrir helgi var svo farið í það að gata klakann og brjóta hann þannig upp sem flýtir fyrir bráðnun.  Notkun hitakaplanna er að reynast alveg gífurlega vel í alla staði.  Þeir lofta vel um flötina þegar kalt er í veðri og klakin á flötum.  Svo þegar við fáum svona "veðurblíðu"  þá flýta þeir mikið fyrir bráðnun og hafa þeir því svo sannarlega sannað sitt notargildi í vetur.

Það verður því ekki sagt annað en að staðan sé mjög góð þessa dagana, allar flatir svo gott sem auðar og ættu því að fara í gegnum það sem eftir lifir vetrar án teljandi vandræða.  Við getum þó aldrei verið örugg þegar kemur að móðir náttúru en það er ekki hægt að neita því að þetta lítur ansi vel út þessa dagana :)

Hitakaplarnir munu að sjálfsögðu verða notaðir áfram myndist klaki á ný.

Fimmta flötin

Sjötta flötin