Staðan fyrir lokadag í Akureyrarmóti

Lárus hefur leikið vel
Lárus hefur leikið vel

Nú er síðasti dagur meistaramótsins farinn af stað og mikil spenna ríkir enn um verðlaunasæti í mörgum flokkum. 

Guðmundur E Lárusson og Jakobína Reynisdóttir sigruðu Ö65+ flokka karla og kvenna sem kláruðust í gær, til hamingju bæði tvö!

Andrea Ýr hefur verið mjög stöðug í mótinu og leikið alla hringi sína á 77 höggum. Hún á því 15 högg á Stefaníu Kristínu fyrir lokahringinn og er í góðri stöðu til að landa Akureyrarmeistaratitlinum. 

Lárus Ingi hefur haldið 1. sætinu í meistaraflokki karla frá fyrsta degi og leiðir með 4 höggum fyrir hring dagsins. Tumi Kúld, sem spilaði á 64 í gær gæti strítt Lárusi með öðrum flottum hring svo það verður spennandi að fylgjast með strákunum í dag. 

Hægt er að fylgjast með öllum úrslitum í beinni hér

Lokahóf verður í kvöld, húsið opnar kl 18:00 og borðhald hefst kl 19:00. Hlökkum til að sjá ykkur.