Staðan eftir annan dag Akureyrarmóts

Eins og flestir vita er Akureyrarmótið í golfi hafið, og hafa kylfingar heldur betur fengið frábæra daga til að sýna hvað í þeim býr. Mikill hiti og logn hefur einkennt síðustu vikur hér á Jaðri og var gærdagurinn engin undantekning. 

Spenna er í mörgun flokkum mótsins og má fylgjast með stöðu mála HÉR

 

Í meistaraflokki kvenna jók Stefanía Kristín forystu sína í 9 högg á Ólöfu Maríu eftir flottan hring upp á 77 högg. Þá lék Auður Bergrún á 82 höggum og nálgast 2. sætið eftir hring upp á 84 frá Ólöfu í gær. 

Í meistaraflokki karla heldur Lárus Ingi toppsætinu eftir hring upp á 70 högg í gær, fyrsta hring mótsins undir pari vallar. Tumi Kúld og Örvar Samúelsson léku best fyrir utan Lárus, en þeir komu inn á 73 & 72 höggum. 

 

Við erum að fá enn einn frábæran dag hér á 3. hring mótsins og hvetjum við alla til að kíkja á Jaðar og sleikja sólina í dag.