Staðan eftir 2. dag Íslandsmóts

Þá er öðrum degi Íslandsmótsins í golfi 2021 lokið. Við fengum flottar spilaaðstæður hér á Jaðri og voru margir keppendur sem nýttu sér það. Þau Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir leiða bæði í sínum flokki í mótinu eftir frábæra hringi.

Aron lék sinn hring á 67 höggum, fékk 7 fugla, 1 skolla og einn tvöfaldan skolla. Hulda Clara átti flottan hring sem endaði í 69 höggum. Hún fékk 4 fugla, 4 skolla og 1 örn. Heldur betur flottur hringur hjá þeim báðum en nóg er eftir af mótinu og ekki langt í næstu kylfinga. 

Stöðuna í mótinu, rástíma ofl. má sjá HÉR

Eins og áður hefur komið fram eigum við í GA 13 keppendur í mótinu sem stóðu sig vel í gær. Í karlaflokki er Tumi Hrafn Kúld jafn í 5. sæti á parinu. Á eftir honum er Lárus Ingi sem lék frábærlega í dag á 3 höggum undir pari og er hann jafn í 9. sæti á 1 höggi yfir pari. Eyþór Hrafnar lék á flottum 74 höggum í dag og er hann jafn í 19. sæti. Þeir Örvar og Mikael léku á 76 og 73 höggum í dag og eru þeir báðir jafnir í 31. sæti. Skúli Gunnar og Ævarr léku á 74 og 73 höggum í dag og eru þeir jafnir í 39. sæti. Víðir og Óskar léku á 87 og 81 höggi í dag og eru þeir jafnir í 80. sæti og ná þeir því ekki niðurskurðinum.  Björgvin Þorsteinsson, lék flott golf af hvítu teigunum og endaði á 84 höggum en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Andrea Ýr spilaði best af okkar konum og kom í hús á 76 höggum og er hún jöfn í 5. sæti. Stefanía Kristín og Auður Bergrún voru á 84 & 87 höggum en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Mótið hefur gengið eins og í sögu hingað til og erum við spennt að krýna Íslandsmeistara karla- og kvenna hér á sunnudagskvöldið.