Söfnun á 18. teig í Arctic Open

Hetjunum á Akureyri afhent ávísun upp á kr. 626 þúsund

Á hverju ári gefst keppendum kostur á því að styrkja gott málefni í Arctic Open golfmótinu. Að  þessu sinni voru það hetjurnar hér á Akureyri sem hlutu styrk að upphæð kr. 626 þúsund. Keppendur leggja kr. 1.000.- undir á 18 teig og hitti þeir flötina voru fyrirtæki hér í bæ tilbúin að tvöfalda þá upphæð.

Á meðfylgjandi mynd afhendir Ómar Pétursson formaður Arctic Open nefndar Maríu Sigurðardóttur frá Hetjunum ávísunina.

Þau fyrirtæki sem voru með okkur í ár voru: Atlantsolía, Eimskip, Enor, Finnur ehf, Höldur, KEA, Slippurinn/DNG, Steypustöðin og Þekking.

Vill Golfklúbburinn þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari söfnun með okkur.

Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, er aðildarfélag Umhyggju sem er regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög langveikra barna á Íslandi.

Félagið var stofnað 13. október 1999 en upphafið að því má rekja til þess að Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á barnadeild FSA, hvatti foreldra langveikra barna til að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur á Akureyri og nágrenni. Nú eiga 116 fjölskyldur aðild að félaginu.