Snúum vellinum við í dag, mánudag!

Mikið álag hefur verið á vellinum undanfarna daga vegna móta og mikils spils. Margir kylfingar leika aðeins 9 holur og því hefur álagið ekki dreifst alveg jafn á fyrri 9 holurnar og á þær seinni.

Vegna þessa verður vellinum snúið við mánudaginn 9. Júlí kl 08:00 og þýðir það að kylfingar hefja leik á 10. teig í stað þess að byrja á þeim fyrsta og mun það gilda næstu daga þar til annað verður tekið fram!

Þetta er auðvitað bara gert svo að völlurinn okkar verði í enn betra standi en hann er nú þegar og biðjum við því alla kylfingar að virða þessar tímabundnu breytingar!