Skúli Gunnar sigraði á unglingamótaröðinni GR/Kristall mótinu

Um síðustu helgi fór fram GR/Kristall mótið á unglingamótaröðinni og átti GA 9 keppendur á mótinu.

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri voru það Lilja Maren og Bryndís Eva sem kepptu fyrir GA hönd. Bryndís Eva spilaði á 84-83 höggum eða samtals +23 og endaði í 8. sæti. Lilja Maren spilaði á 108-86 höggum eða samtals +50 og endaði í 15. sæti. 

Í flokki 15-16 ára stráka var GA með fimm keppendur og fór það svo að Skúli Gunnar sigraði á 72-71 -1 og Veigar endaði í 3.sæti á 70-76 +2. Ragnar Orri lenti í 6. sæti á 80-75 +11, Ólafur Kristinn í 9. sæti á 83-78 +17 og Valur Snær í 11. sæti á 83-79 +18. 

Óskar Páll Valsson endaði í 2.sæti í flokki 17-18 ára drengja á 72-75-71 +1 og Kristín Lind endaði í 5-6.sæti í flokki 17-18 ára stúlkna á 80-80-80 +24

Við erum stolt af krökkunum okkar og erum ánægð með mótið hjá þeim.