Skúli Gunnar og Veigar keppa á European Young Masters í Finnlandi

mynd golf.is
mynd golf.is

Þeir Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson eru þessa dagana í Finnlandi að keppa á European Young Masters golfmótinu. Mótið er fyrir kylfinga sem eru 16 ára og yngri og eru fjórir fulltrúar frá Íslandi en auk þeirra Skúla og Veigars eru Helga Signý Pálsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir að keppa.

Mótið er gríðarlega sterkt og eru yfir 70 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf. Keppt er í einstaklings- og liðakeppni en leiknir eru þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum og telja þrjú bestu skorin hjá hverju liði á hverjum hring.

Við óskum Skúla og Veigari góðs gengis og öllu íslenska liðinu.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála í mótinu hér