Skúli Gunnar Ágústsson sigraði í flokki 18 ára og yngri á Tulip Challenge mótinu í Hollandi

Skúli Gunnar Ágústsson kylfingur úr GA gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Tulip Challenge sem er hluti af Junior Golf mótaröðinni sem var haldið í Hollandi á dögunum. Skúli spilaði hringina þrjá á samtals tveim yfir pari og óskum við honum til hamingju með frábærann árangur.

Það voru alls fimm kylfingar frá GA sem tóku þátt en það voru þeir Skúli Gunnar, Lárus Ingi Antonsson, Mikael Máni Sigurðsson, Óskar Páll Valsson og Veigar Heiðarsson. Heiðar Davíð var þeim til halds og trausts í ferðinni. Alls voru 24 íslenskir keppendur sem tóku þátt í mótinu sem er alþjóðlegt unglingamót.