Skráning Iðkenda í NÓRA

Nú geta foreldrar skráð börnin sín í skráninga- og innheimtukerfið NÓRI til að greiða árgjöld þeirra fyrir árið 2020 hjá Golfklúbbi Akureyrar en GA notar NÓRA kerfið til að einfalda innheimtu á árgjöldum og geta foreldrar nýtt sér frístundastyrk Akureyrarbæjar sem er nú kr. 40.000

NÓRI er aðgengilegt á vefslóðinni http://iba.felog.is.   Fyrsta sem þarf að gera er að haka í „Samþykkja skilmála“.  Ef ætlunin er að skrá sig í kerfið þá er smellt á "Nýskráning" annars er svæðið "Kennitala" fyllt út ásamt "Lykilorði" og smellt síðan á "Innskráning".

Frekari leiðbeiningar er að finna hér: https://www.gagolf.is/is/born-unglingar/skraning-idkenda 

Foreldrum er bent á að hafa samband við Stefaníu í netfangið stefania@gagolf.is ef þeir eiga í vandræðum með skráninguna.