Skráning iðkenda 17 ára og yngri í GA

Íþróttaráð Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að hækka frístundastyrk bæjarins.  Nú stendur hann öllum börnum/unglingum 6 - 17 ára til boða.

Þegar GA sendi út greiðsluseðla vegna árgjalda í desember þá voru ekki sendir út seðlar fyrir krakka 14 ára og yngri þar sem foreldrar verða nú að skrá sýna krakka í gegnum Nóra kerfið til þess að nýta styrkinn. 

Íþróttaráð breikkaði aldurspil þeirra sem rétt eiga á frístundastyrk og nú geta þeir sem eru á aldrinum 15 - 17 ára  einnig nýtt sér frístundastyrkinn og skrá sig þ.a.l. líka inn í gegnum Nóra kerfið.  Þeir sem hafa hug á að nýta hann eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ágúst, framkvæmdastjóra GA þar sem nauðsynlegt er að breyta/fella niður kröfurnar sem sendar hafa verið í heimabanka forráðamanna þessa aldurshóps.

Skápagjald upp á Jaðri og í Golfhöllinni greiðist ekki í gegnum Nóra kerfið og munu greiðsluseðlar fyrir skápana verða sendir í heimabanka forráðamanna.

Allar upplýsingar um skráningu iðkenda inn í Nóra kerfið má nálgast með því að smella hér.

Ef eitthvað er óljóst þá er hægt að hafa samband við Ágúst í síma 857 7009