Skráning í fullum gangi í Meistaramótið í betri bolta

Meistarmótið í Betri bolta -undankeppni verður haldin á Jaðri, laugardaginn 19. júní. Skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=2908076 athugið að til að fá rástíma þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is eða hringja í síma 462-2974.

Undankeppni fyrir lokamót Meistaramótsins í Betri bolta sem haldið er í Kiðjabergi 29. ágúst. Keppt er í betri bolta 2 saman í liði (báðir þurfa að skrá sig í mótið). Fimm efstu liðin öðlast þátttökurétt á lokamótinu. Þátttaka í íslenska lokamótinu er þeim sem vinna sér inn sæti að kostnaðarlausu. Þátttökugjald í undankeppninni er 6.000 krónur á hvern leikmann. 

Sigurvegarar íslenska lokamótsins, og þar með fulltrúar Íslands í heimsmeistaramótinu öðlast rétt til að taka þátt í International Pairs sem er einn stærsti viðburður sinnar tegundar í heiminum og óopinber heimsmeistarakeppni áhugamanna í betri bolta. Vinningshafinn. International Pairs verður haldið í Portúgal í október 2021 og er ferðin vinningshafanum að kostnaðarlausu.

Hámarksforgjöf er 32 fyrir karla og 36 fyrir konur.  Keppendur fá ¾ af sinni forgjöf í mótinu þar sem um betri bolta er að ræða.

Vinningar:

Fimm efstu liðin hljóta í vinning þátttöku í lokamótinu í Kiðjabergi þann 29.ágúst, en vinningsliðið í lokamótinu fer á Heimsmeistaramótið í Portúgal sér að kostnaðarlausu.

Að auki eru eftirfarandi vinningar fyrir þrjú efstu sætin;

1.sæti - 2 Nespresso Essenza mini kaffikönnur, 2 kassar af Stella Artois og 2 Muga Reserva rauðvín.*

2.sæti – 2 gjafakort á Apótek Restaurant að upphæð 10.000 hvort. ásamt 2 kössum af Stella Artois.*

3.sæti –2 gjafakörfur frá Innnes ásamt 2 kössum af Stella Artois*

*Ef vinningshafi hefur ekki náð 20 ára aldri er ekki hægt að afhenda áfenga vinninga.

Hér má sjá nánar um mótið.