Skráning í Bombuna lokar á morgun, laugardag

Skráning lokar á morgun, laugardag, klukkan 18:00.

Spilað verður tveggja manna Texas Scramble og fer skráning fram á golf.is eða í síma 462-2974.

Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf. 

Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28. 

Verðlaun eru veitt fyrir 5 efstu sætin ásamt fjölda aukavinninga, meðal annars næstur holu og lengsta drive. 

1. sæti.  60.000 króna gjafabréf frá Icewear x 2

2. sæti.  40.000 króna gjafabréf frá Icewear x 2

3. sæti.  30.000 króna gjafabréf frá Icewear x 2

4. sæti.  15.000 króna gjafabréf frá Icewear x 2

 5. sæti.  10.000 króna gjafabréf frá Icewear x 2

Næstur holu á öllum par þrjú holum vallarins.  5.000 króna gjafabréf frá Icewear

Lengsta upphafshögg.  5.000 króna gjafabréf frá Icewear