Skráning í Akureyrarmótið

Skráning í Akureyrarmótið er í fullum gangi á golfbox : https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4043268

Það verður mikið fjör þegar skemmtilegasta mót ársins hefst en lokahófið verður haldið á sunnudagskvöldinu og ætlum við einnig að vera með stuð og stemmingu á laugardagskvöldinu. Þá verður tilboð af mat og drykk hjá Jaðar Bistro og stuð í skálanum - nánar auglýst síðar.

Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta félagsmenn til að taka þátt í þessu skemmtilega móti.